laugardagur, 5. janúar 2008

og lopapeysa fyrir Yandy


og fyrst ég var búin að gera peysu á Úlf, þá ákvað ég að gera á Yandy líka, svo hann fékk lopapeysu í jólapakkanum í ár. þetta er fyrsta lopapeysan sem ég hef prjónað og ég var nú ekkert svo lengi að því... en það var leiðinlegur miðjukaflinn... og svo finnst mér ekki stuð að prjóna ermarnar. amma hjálpaði mér að setja rennilásinn í - sem er nú hálfgert mauf - og hún varð eilítið skökk hjá okkur eins og sést á efri myndinni... en mér finnst hún nú samt ósköp fín! ég hugsa samt að ég geri bara barnalopapeysu næst - það er áreiðanlega skemmtilegra!

Engin ummæli: