laugardagur, 5. janúar 2008

mexíkó-teppið

byrjaði á þessu teppi fyrir lööööngu síðan á Kúbu, þá komin í barneignarhugleiðingar ;)
kláraði það síðan rúmu ári síðar í óléttunni og er rosa ánægð með - börn samasem litagleði, og hvað er meiri litagleði en neon?!?

þetta er fyrsta teppið sem að ég hekla úr skipulögðum dúllum, þetta er barnateppi fyrir Úlf. ég keypti garnið út í Mexíkó - vá hvað er gaman að kaupa garn þar, það er allt í neon litum!!! nema hvað að ég átti ekki nóg í bláa litnum sem ég byrjaði með, svo að kannturinn er aðeins dekkri á köflum ;)

og svo ein þar sem það er komið í notkun ...

Engin ummæli: