Rachel vinkona mín frá Norður-Írlandi varð þrítug um daginn, og ég ákvað að senda henni smá mjúkan pakka í tilefni þess.Aria dóttir hennar fékk þessa sokka frá Tinnu frænku... hún er tveggja ára og ég vona að þeir passi, ég er voða vitlaus í stærðum á svona börn... það sem að eg prjóna á litla minn hef ég fyrir reglu að hafa frekar bara of stórt - hann getur þá notað það einhverntíman!!
Rachel fékk eitt par af lufsum, enda klassísk og hlýleg vinagjöf :)
og svo henti ég í eitt stykki þæfða seríu... þær eru svo hlýlegar og ljúfar svona í skammdeginu... einsog sjá má hér að neðan.
þriðjudagur, 22. janúar 2008
Mexíkó lufsur
Rosa og Oscar, foreldrar Freyju í Mexíkó, hafa alltaf verið svo ógurlega góð við okkur báðar og sendu að sjálfsögðu jólagjafir fyrir mig og litla kút heim með Freyju - svo ég sá sóma minn í því að henda í sitthvorar lufsurnar handa þeim... en ákvað að vera ekkert að tapa mér og sendi bara búðarkeypta peysu handa barnabarninu þeirra. blikk til Fífu ;)
fyrir hana...
... og fyrir hann.
fyrir hana...
... og fyrir hann.
lufsur fyrir Freyju litlu sys
enn og aftur fjöldaframleiðslan...
laugardagur, 5. janúar 2008
leynireglu sokkar
mexíkó-teppið
byrjaði á þessu teppi fyrir lööööngu síðan á Kúbu, þá komin í barneignarhugleiðingar ;)
kláraði það síðan rúmu ári síðar í óléttunni og er rosa ánægð með - börn samasem litagleði, og hvað er meiri litagleði en neon?!?
þetta er fyrsta teppið sem að ég hekla úr skipulögðum dúllum, þetta er barnateppi fyrir Úlf. ég keypti garnið út í Mexíkó - vá hvað er gaman að kaupa garn þar, það er allt í neon litum!!! nema hvað að ég átti ekki nóg í bláa litnum sem ég byrjaði með, svo að kannturinn er aðeins dekkri á köflum ;)
og svo ein þar sem það er komið í notkun ...
kláraði það síðan rúmu ári síðar í óléttunni og er rosa ánægð með - börn samasem litagleði, og hvað er meiri litagleði en neon?!?
þetta er fyrsta teppið sem að ég hekla úr skipulögðum dúllum, þetta er barnateppi fyrir Úlf. ég keypti garnið út í Mexíkó - vá hvað er gaman að kaupa garn þar, það er allt í neon litum!!! nema hvað að ég átti ekki nóg í bláa litnum sem ég byrjaði með, svo að kannturinn er aðeins dekkri á köflum ;)
og lopapeysa fyrir Yandy
og fyrst ég var búin að gera peysu á Úlf, þá ákvað ég að gera á Yandy líka, svo hann fékk lopapeysu í jólapakkanum í ár. þetta er fyrsta lopapeysan sem ég hef prjónað og ég var nú ekkert svo lengi að því... en það var leiðinlegur miðjukaflinn... og svo finnst mér ekki stuð að prjóna ermarnar. amma hjálpaði mér að setja rennilásinn í - sem er nú hálfgert mauf - og hún varð eilítið skökk hjá okkur eins og sést á efri myndinni... en mér finnst hún nú samt ósköp fín! ég hugsa samt að ég geri bara barnalopapeysu næst - það er áreiðanlega skemmtilegra!
peysa og húfa fyrir Úlf
áfram stelpur!
þriðjudagur, 1. janúar 2008
vettlingar fyrir Gunnhildi
blúndu-rjúpa fyrir Ingu
vinkona mín sá hjá mér rjúpuna sem að ég gerði fyrir ömmu, sést hér að neðan, og spurði hvort að það væri ekki hægt að gera svoleiðis sem að væri öll útprjónuð eins og kraginn - ég gerði þessa rjúpu með þá uppástungu hennar í huga og þetta er útkoman. þetta er fyrsta uppskriftin sem að ég hef prjónað upp úr mér (var þó með uppskriftina að hinni rjúpunni til hliðsjónar) og ég er bara frekar ánægð með mig!
bangsi fyrir Úlf
rjúpa fyrir ömmu
ég prjónaði þennan kraga fyrir ömmu í jólagjöf. uppskriftina er að finna í nýjasta Lopa blaðinu og þar er þetta kallað rjúpa, sem að mér finnst með eindæmum fínt nafn. það er rosa gaman að prjóna svona rjúpu - þetta er eins og að prjóna bara skemmtilega partinn á lopapeysu og fljótlegt eftir því! svo er þetta svo fallegt og hlýtt í ofanálag.
lufsur í jólapakkann
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)