föstudagur, 29. ágúst 2008

kaðlahúfa með dúski

loksins er ég búin að prjóna eitthvað nýtt - og á Úlf, sem er skemmtilegast!

hér sjást kaðlarnir, sem eru þeir fyrstu sem ég prjóna. ljómandi gaman að prjóna kaðla.
og hér er dúskurinn fíni, sem er risa og rosa fínn.

föstudagur, 13. júní 2008

þriðjudagur, 20. maí 2008

í bígerð...

það var svo gaman að prjóna einföldu-lopapeysuna á kútinn svo að ég er byrjuð á annari! þessi er bara röndótt, ekkert munstur, og er nú ekki alveg tilbúin enn - er búin með búkinn og eina ermi.
er að prjóna stroffið með prjónum nr. 2 og peysuna með 2,5 - svo hún er frekar þétt og fín :) ætti að vera tilbúin á allra næstu dögum!

lufsur og aftur lufsur

hér eru nýjustu lufsurnar, ég saumaði út í þær þetta fuglamunstur og er frekar ánægð með útkomuna!
svo náttúrulega leður undir þeim svo þær dugi lengur
- þessar voru gerðar fyrir Lilju vinkonu í verkskiptum fyrir ljósmyndatöku :)

meiri samtíningur...

Emil bangsi er kominn í þónokkra notkun - hér eru þeir félagarnir Úlfur og Emil
ooooo... hvað er gott að kúra hjá honum!
heklaði tvo smekki um daginn - mjög einfalt að sjálfsögðu, en ósköp sætir

þæfð húfa og ullarstígvél

gerði risa húfu og sokka úr lopa og þæfði svo ... hér er húfan komin í notkun en hún er nokkuð stór enn, svo er hún líka svolítið hörð fyrir lítinn kút því hún er svo þykk.
ullarstígvélin eru hinsvegar hin mesta snilld, því að þau eru rosu stór og mikil og fullkomin í vagninn, hér er litli að koma innan úr vagni og eins og sjá má þá tolla þau ennþá á honum - sem er mjög sjaldgæft því að hann sparkar öllum skóm og sokkum af sér!

hér eru stykkin svo áður en ég þæfði þau - maðurinn minn spurði hvort að ég væri að gera þetta fyrir tröllabarn - þetta var alveg huge! ;)

mánudagur, 12. maí 2008

útsaumur fyrir tengdó

þessum útsaumi byrjaði ég á síðasta sumar, og dreif í að klára núna um daginn áður en við fórum út í heimsókn til Kúbu - á víst enga betri mynd því ég var bara að sauma út alveg fram á síðustu stundu, og svo var bara pakkað og farið! mynstrið er nú ekki eitthvað sem að ég myndi pikka út fyrir sjálfa mig, en tengdó var ósköp ánægð með þetta, enda fjólublár uppáhalds liturinn hennar.
þetta er sumsé saumað út í svona tilbúið útsaums-handklæði og kom bara ágætlega út... ég er náttúruleag algjör nýgræðingur í þessu útsaums fjöri öllu saman svo ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera þegar ég valdi stafina - það eru einhverjir fimm fjólubláir litir í stöfunum plús græna og bleika fjörið - svo þetta var frekar seinlegt allt saman, en maður veit bara betur næst, þá mun ég velja einfaldari stafi með færri litum, því það þarf ekkert að vera síðra og áreiðanlega miklu skemmtilegra að sauma út - því það leiðinlegasta er náttúrulega að ganga frá öllum bévítans endunum!

smá samtíningur...

ég hef nú hvorki verið duglega að blogga né prjóna upp á síðkastið.. . búin að vera á fullu í skólanum og svo fékk ég nett nóg eftir prjónajólin miklu 2007 - þar sem að ALLIR pakkar voru mjúkir prjóna-pakkar! en hér er smá samtíningur af því sem að ég hef verið að dunda mér við og er búin að taka myndir af...þessa litlu lopapeysu prjónaði ég á Úlf og er frekar ánægð með - þó ég segi sjálf frá! notaði bara basic laskerma-peysu uppskrift og skellti á hana munstri sem ég sá í norskri vettlinga bók sem ég fann á bókasafni Kópavogs - rosalega mikið af fallegum seventies munstrum í henni. það besta við peysuna er þó tvímælalaust að hún er prjónuð úr einföldum plötulopa... einfaldur plötulopi rúlar, segi ég og skrifa! ég á reyndar enn eftir að setja á hana tölur í hálsmálið... en hún er svo létt og þægileg að ég er samt byrjuð að nota hana á fullu!eina klúðrið er að stroffið varð svolítið losaralegt hjá mér að neðan, því að maður er smá stund að komast í einfalda lopa-gírinn... en það verður þá bara lagaði í næstu peysu, á áreiðanlega eftir að gera fleiri svona - bæði gaman, fljótlegt og fínt!
þessar litlu lufsur gerði ég á Úlf um daginn, þetta er tvöfaldur plötulopi og þar sem hann er nú ennþá agnarsmár þá tók þetta náttúrulega engan tíma. ég ákvað að þæfa þær ekkert því þetta er nú fyrir svo litla fætur... rokna fínir vagn-lopasokkar.
þessa íní míní lopasokka gerði ég í sængurgjöf fyrir vinkonu mömmu úr tvöföldum plötulopa, komu bara ágætlega út... en ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að gera svona ógurlega litla sokka, það er svo mikið mauf og leiðinlegt að gera hælinn og fella af í tánni og svona... held ég haldi mig bara við smekki og húfur og annað slíkt í næstu sængurgjöfum!

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

meiri rjúpur!

þessa gerði ég fyrir Lilju vinkonu mína.
og þessa fyrir mig, loksins prjónaði ég eitthvað fyrir sjálfa mig, jei!!

blúndu sokkar



lufsur fyrir Sigrúnu frænku

hér eru fyrir og eftir myndir af lufsum sem ég gerði fyrir Sigrúnu frænku. ég var ekki alveg nógu ánægð með þæfinguna því að bleiki liturinn hvarf svolítið og ég er ekki frá því að þessi útsaumur sé bara fallegri ef maður ætlar ekki að þæfa! en þetta kom nú ágætlega út engu að síður.

þriðjudagur, 22. janúar 2008

pakki til Norður-Írlands

Rachel vinkona mín frá Norður-Írlandi varð þrítug um daginn, og ég ákvað að senda henni smá mjúkan pakka í tilefni þess.Aria dóttir hennar fékk þessa sokka frá Tinnu frænku... hún er tveggja ára og ég vona að þeir passi, ég er voða vitlaus í stærðum á svona börn... það sem að eg prjóna á litla minn hef ég fyrir reglu að hafa frekar bara of stórt - hann getur þá notað það einhverntíman!!
Rachel fékk eitt par af lufsum, enda klassísk og hlýleg vinagjöf :)
og svo henti ég í eitt stykki þæfða seríu... þær eru svo hlýlegar og ljúfar svona í skammdeginu... einsog sjá má hér að neðan.


Mexíkó lufsur

Rosa og Oscar, foreldrar Freyju í Mexíkó, hafa alltaf verið svo ógurlega góð við okkur báðar og sendu að sjálfsögðu jólagjafir fyrir mig og litla kút heim með Freyju - svo ég sá sóma minn í því að henda í sitthvorar lufsurnar handa þeim... en ákvað að vera ekkert að tapa mér og sendi bara búðarkeypta peysu handa barnabarninu þeirra. blikk til Fífu ;)
fyrir hana...
... og fyrir hann.

lufsur fyrir Freyju litlu sys


Freyja systir fékk alveg spes glamúr lufsur í jólagjöf þegar hún kom heim frá Mexíkó. hún var voða ánægð með stóru systur sína!

enn og aftur fjöldaframleiðslan...

enn og aftur er ég komin í massa lufsu-framleiðslu. ég gerði 6 pör fyrir jól, og nú er ég búin að gera fimmí viðbót... og ennþá á ég engar lufsur!!! næsta par verður fyrir mig, segi ég og skrifa!

laugardagur, 5. janúar 2008

rjúpa fyrir mömmu

leynireglu sokkar

þetta eru sokkar sem að ég gerði fyrir Fífu í afmælisgjöf í fyrra. þeir eru hressir en þó með leyndri reglu í sér ;)

mexíkó-teppið

byrjaði á þessu teppi fyrir lööööngu síðan á Kúbu, þá komin í barneignarhugleiðingar ;)
kláraði það síðan rúmu ári síðar í óléttunni og er rosa ánægð með - börn samasem litagleði, og hvað er meiri litagleði en neon?!?

þetta er fyrsta teppið sem að ég hekla úr skipulögðum dúllum, þetta er barnateppi fyrir Úlf. ég keypti garnið út í Mexíkó - vá hvað er gaman að kaupa garn þar, það er allt í neon litum!!! nema hvað að ég átti ekki nóg í bláa litnum sem ég byrjaði með, svo að kannturinn er aðeins dekkri á köflum ;)

og svo ein þar sem það er komið í notkun ...

og lopapeysa fyrir Yandy


og fyrst ég var búin að gera peysu á Úlf, þá ákvað ég að gera á Yandy líka, svo hann fékk lopapeysu í jólapakkanum í ár. þetta er fyrsta lopapeysan sem ég hef prjónað og ég var nú ekkert svo lengi að því... en það var leiðinlegur miðjukaflinn... og svo finnst mér ekki stuð að prjóna ermarnar. amma hjálpaði mér að setja rennilásinn í - sem er nú hálfgert mauf - og hún varð eilítið skökk hjá okkur eins og sést á efri myndinni... en mér finnst hún nú samt ósköp fín! ég hugsa samt að ég geri bara barnalopapeysu næst - það er áreiðanlega skemmtilegra!

peysa og húfa fyrir Úlf

þetta er fyrsta peysan sem ég hef prjónað - og klárað það er ;) - hún er einstaklega einföld í gerð en mér finnst hún mjög falleg og er ánægð með hana. hann er líka algjört krútt í þessu- og mamman voða stolt með ungann í heimaprjónuðu!