föstudagur, 12. júní 2009

betri myndir af fínu lopapeysunni hans Úlfs


og hér er peysan tilbúin með hnöppum og öllu!!! sést líka glitta í fínu húfuna úr prjóniprjón

föstudagur, 23. janúar 2009

lopapeysa fyrir Úlf

þetta er lopapeysan sem ég prjónaði fyrir Úlf sem er rúmlega eins árs. myndavélin mín er í Lomo fíling og sýnir enga mynd á skjánum... svo það er eitthvað lítið til af myndum af gripnum - en hér er hún áður en ég setti tölurnar á, hún er opin niður á bringu og saumurinn fer útá hlið. er mjög ánægð með hana og Úlfur náttúrulega lang sætastur þegar hann er kominn í herlegheitin. þarf samt að taka betri mynd, með tölum og öllu.

inniskór úr leðri

jæja, loksins set ég eitthvað nýtt inn!! vantaði samt ekkert uppá myndarskapinn nú um jólin, prjónaði lopapeysur bæði fyrir manninn minn og soninn og heklaði svo einsog 7 jólaseríur! set myndir inn seinna, en varð bara að skella þessu inn. þetta eru inniskór úr leðri fyrir ungabarn, fékk uppskritftina í Leður og List á Frakkastíg og svo saumar maður þetta bara í venjulegri saumavél! er frekar ánægð með mig, hef ekki saumað í saumvél síðan í grunnskóla!þeir voru voða fínir svona bara með stjörnu...
en ég stóðst ekki mátið að skella augum á Þá líka - og þá fannst mér þeir veru alveg mega fínir, segi ég og skrifa. ætla definitely að gera fleiri og þá náttúrulega á ungann minn :)
ps. á ekki betri myndir því að vélin var að verða batteríslaus og ég kláraði skónna bara fimm mínútum áður en ég ´for útúr dyrunum!