jæja, loksins set ég eitthvað nýtt inn!! vantaði samt ekkert uppá myndarskapinn nú um jólin, prjónaði lopapeysur bæði fyrir manninn minn og soninn og heklaði svo einsog 7 jólaseríur! set myndir inn seinna, en varð bara að skella þessu inn. þetta eru inniskór úr leðri fyrir ungabarn, fékk uppskritftina í Leður og List á Frakkastíg og svo saumar maður þetta bara í venjulegri saumavél! er frekar ánægð með mig, hef ekki saumað í saumvél síðan í grunnskóla!þeir voru voða fínir svona bara með stjörnu...
en ég stóðst ekki mátið að skella augum á Þá líka - og þá fannst mér þeir veru alveg mega fínir, segi ég og skrifa. ætla definitely að gera fleiri og þá náttúrulega á ungann minn :)
ps. á ekki betri myndir því að vélin var að verða batteríslaus og ég kláraði skónna bara fimm mínútum áður en ég ´for útúr dyrunum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli