mánudagur, 12. maí 2008

smá samtíningur...

ég hef nú hvorki verið duglega að blogga né prjóna upp á síðkastið.. . búin að vera á fullu í skólanum og svo fékk ég nett nóg eftir prjónajólin miklu 2007 - þar sem að ALLIR pakkar voru mjúkir prjóna-pakkar! en hér er smá samtíningur af því sem að ég hef verið að dunda mér við og er búin að taka myndir af...þessa litlu lopapeysu prjónaði ég á Úlf og er frekar ánægð með - þó ég segi sjálf frá! notaði bara basic laskerma-peysu uppskrift og skellti á hana munstri sem ég sá í norskri vettlinga bók sem ég fann á bókasafni Kópavogs - rosalega mikið af fallegum seventies munstrum í henni. það besta við peysuna er þó tvímælalaust að hún er prjónuð úr einföldum plötulopa... einfaldur plötulopi rúlar, segi ég og skrifa! ég á reyndar enn eftir að setja á hana tölur í hálsmálið... en hún er svo létt og þægileg að ég er samt byrjuð að nota hana á fullu!eina klúðrið er að stroffið varð svolítið losaralegt hjá mér að neðan, því að maður er smá stund að komast í einfalda lopa-gírinn... en það verður þá bara lagaði í næstu peysu, á áreiðanlega eftir að gera fleiri svona - bæði gaman, fljótlegt og fínt!
þessar litlu lufsur gerði ég á Úlf um daginn, þetta er tvöfaldur plötulopi og þar sem hann er nú ennþá agnarsmár þá tók þetta náttúrulega engan tíma. ég ákvað að þæfa þær ekkert því þetta er nú fyrir svo litla fætur... rokna fínir vagn-lopasokkar.
þessa íní míní lopasokka gerði ég í sængurgjöf fyrir vinkonu mömmu úr tvöföldum plötulopa, komu bara ágætlega út... en ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að gera svona ógurlega litla sokka, það er svo mikið mauf og leiðinlegt að gera hælinn og fella af í tánni og svona... held ég haldi mig bara við smekki og húfur og annað slíkt í næstu sængurgjöfum!

Engin ummæli: