þriðjudagur, 20. maí 2008

þæfð húfa og ullarstígvél

gerði risa húfu og sokka úr lopa og þæfði svo ... hér er húfan komin í notkun en hún er nokkuð stór enn, svo er hún líka svolítið hörð fyrir lítinn kút því hún er svo þykk.
ullarstígvélin eru hinsvegar hin mesta snilld, því að þau eru rosu stór og mikil og fullkomin í vagninn, hér er litli að koma innan úr vagni og eins og sjá má þá tolla þau ennþá á honum - sem er mjög sjaldgæft því að hann sparkar öllum skóm og sokkum af sér!

hér eru stykkin svo áður en ég þæfði þau - maðurinn minn spurði hvort að ég væri að gera þetta fyrir tröllabarn - þetta var alveg huge! ;)

Engin ummæli: